Langar þig í listnám?

Samtök sjálfstæðra listaskóla standa fyrir sameiginlegum kynningardögum dagana 16.- 20. febrúar 2023.

Bent er á heimasíðu samtakanna fyrir upplýsingar um skólana sem taka þátt í kynningardögunum að þessu sinni og dagskrá hvers skóla.
 
Í Ljósmyndaskólanum verður Opið hús dagana 16. og 17. febrúar.
Upplagt er að nota þetta tækifæri til að  fræðast um diplómanám í skapandi ljósmyndun.
 
Ljósmyndaskólinn er til húsa að Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík.
Verið öll velkomin.

16. febrúar kl. 13.00 – 16.00 Hægt verður að fylgjast með verklegri kennslustund í stúdíói, skoða verkefni nemenda skólans á ýmsum stigum og fá allar upplýsingar um námið sem boðið er upp á í skólanum

17. febrúar kl. 10.00 – 14.00 Hægt verður að fylgjast með verklegri kennslustund í myrkraherbergi, skoða verkefni nemenda skólans á ýmsum stigum og fá allar upplýsingar um námið sem boðið er upp á í skólanum.

Verið öll velkomin.

Einnig er auðvitað alltaf hægt að skrifa okkur póst með fyrirspurnum eða að hringja í okkur, sími 5620623.
 
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna