Síðasti áfangi námsins á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 kallast Lokaverkefni. Þar velja nemendur eitt af þeim verkefnum sem þau hafa unnið í áföngum vetrar og fá aðstoð kennara við að þróa það áfram allt til framsetningar á sýningu.
Claudia Hausfeld leiddi nemendur í vinnunni í áfanganum Lokaverkefni.
Laufey Jakobsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 valdi að vinna áfram verkefni sem hún hafði unnið í áfanganum Svart hvít filmuframköllun og stækkun en á báðum önnum námsins á námsbrautinni taka nemendur slíkan áfanga. Þar er áhersla á að kenna undirstöðuatriði í filmuframköllun og því að handstækka myndir í myrkraherbergi. Nemendur gera á því tímabili sem áfanginn stendur fjölmargar tilraunir og prufa meðal annars ólíkar filmutegundir, filmustærðir, pappírsgerðir og eins að tóna ljósmyndir með mismunandi efnum.
Kennarar í áfanganum Svart hvít filmufrmaköllun og stækkun eru Ellen Inga Hannesdóttir, Agnieszka Sosnowska og Stephan Adam
Laufey segir þetta um verkið Hugleiðingar um efnisheiminn
Verkið samanstendur af 3 silfur gelatin prentum á fiber pappír og 1 keramik skúlptúr.
Heimspekingurinn Plato taldi að heimurinn sem við skynjum væri eftirmynd af frummyndinni.
Er ljósmyndin þá eftirmynd af eftirmynd? Eða stendur hún ein og sér sem hlutur? Hvað er
myrkraherbergisprent annað en skuggamynd? Heimurinn eins og hann birtist í efninu.
Verkið er að hluta unnið í áfanganum Svarthvítri filmuframköllun og stækkun undir handleiðslu Ellenar Ingu Hannesdóttur og Stephan Adam.
Instagram:@laufeyja
/sr.