Leiðsagnir nemenda um sýningu á útskriftarverkum

Sýning á útskriftarverkum nemenda Ljósmyndaskólans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur frá 15. desember til 14. janúar

Það eru 6 nemendur sem nú útskrifast frá skólanum með diplómu í skapandi ljósmyndun

Það eru þau:

Ásta Guðrún Óskarsdóttir

Grace Claiborn Barbörudóttir

Harpa Thors

Helgi Vignir Bragason

og Natasha Harris

Útskriftarverkefnin eru fjölbreytt og nálgun og aðferðir einnig.

Í fréttatilkynningu segja þau:

Er heimurinn í raun eins og við sjáum hann eða byggir hann á upplifun hvers og eins?

Útskriftarnemendur í skapandi ljósmyndun leita svara við þessari spurningu og veita með því innsýn inn í ólíka heima; líf og dauða bygginga, tímaflakk í hrauni, hæglátt hinsegin líf, uppeldisár innan bandaríska hersins, auk þess sem þau beygja raunveruleikann og skapa sínar eigin fyrirmyndir í nýjum styttum bæjarins. 

Undanfarin misseri hafa nemendur við Ljósmyndaskólans tekist á við fjölbreytt verkefni, undir stjórn framúrskarandi hóps kennara, á vegferð sinni að finna eigin rödd innan ljósmyndunar. Á sýningunni snerta nemendur á ólíkum flötum miðilsins en verk þeirra samanstanda af hefðbundnum ljósmyndum, klippimyndum, skúlptúr, bókverkum, vídeói og hljóði. 

Sýningin opnar þann 15. desember kl. 15:00 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og lýkur 14. janúar 2024. Aðgangur er ókeypis.

Á sýningartímabilinu eru nemendur með leiðsagnir um sýninguna.

Helgina 16. og 17. des eru leiðsagnir kl. 14.00 og 16.00 báða daga.

Helgina 6. og 7. janúar eru leiðsagnir kl.14.00 og 16.00 báða dagana

Helgina 13. og 14. janúar eru leiðsagir kl. 14.00 og 16.00 báða dagana.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er staðsett á Tryggvagötu 15 (6. hæð í Grófarhúsi) 

Opnunartímar Ljósmyndasafnsins eru:

Mánudaga til fimmtudaga: 10:00 – 18:00

Föstudaga: 11:00 – 18:00

Laugardaga og sunnudaga: 13:00 – 17:00

Nánari upplýsingar um hátíðaropnanir má finna á heimasíðu safnsins: https://borgarsogusafn.is/ljosmyndasafn-reykjavikur/

Úr verki Helga Vignis Bragasonar – Lífsferilsgreining

Úr verki Ástu Guðrúnar Óskarsdóttur – Nafnlaus, kona

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna