Leiðsagnir um sýningu á útskriftarverkum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur þann 7. og 8. janúar

Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu á útskriftarverkum nemenda Ljósmyndaskólans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur en sýningunni lýkur þann 8. janúar 2023.

Laugardaginn  7. janúar og sunnudaginnn 8. janúar verða útskriftarnemendur með leiðsagnir um sýninguna; segja frá verkunum,  svara spurningum áhugasamra um tilurð og merkingu þeirra og spjalla um annað sem áhugavert er.

Leiðsagnir hefjast kl. 14.00 og 16.00  laugardag og sunnudag.

Þær eru ókeypis og frítt er inn á Ljósmyndasafnið á sýningartímabilinu.

Á sýningunni má sjá útskriftarverk þeirra níu nemenda sem nú útskrifast frá Ljósmyndaskólanum. Það eru þau Dagný Skúladóttir, Einar Óskar Sigurðsson, Guðný Maren Valsdóttir, Guðrún Sif Ólafsdóttir, Lovísa Fanney Árnadóttir, Kristín Ásta Kristinsdóttir, Sandra Björk Bjarnadóttir, Sóley Þorvaldsdóttir og Steinar Gíslason.

Verkin eru fjölbreytt og mismunandi að gerð og inntaki.

Sýningin gefur þannig innsýn í grósku samtímaljósmyndunar og  er vitnisburður um fjölbreytta möguleika ljósmyndamiðilsins til listsköpunar.

Mynd með færslu eru úr bókverkinu Hugarangur eftir Guðrún Sif Ólafsdóttur.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur