Lilja Birna Arnórsdóttir – Gnótt

Við lok náms á Námsbraut í  skapandi ljósmyndun 1 taka nemendur áfanga sem nefnist Lokaverkefni. Þar er markmiðið að samþætta alla námsþætti námsbrautarinnar og að gefa nemendum tækifæri til þess að fara í gegnum ferlið frá hugmynd til fullbúins verks með eina af hugmyndum sínum.

Nemendur velja eitt af skilaverkefnum námsársins og fá aðstoð við að útfæra það til sýningar á Uppskeruhátíð. Það var Claudia Hausfeld sem vann með nemendum  í áfanganum.

Lilja Birna ArnórsdóttirGnótt

Verkið mitt ber yfirskriftina Gnótt  og er skírskotun í mikið magn, gnægð eða nægtir 

Verkið er sprottið upp af þeirri tilfinningu að flytja til Íslands eftir margra ára búsetu erlendis og sameina tvær búslóðir á einum stað. Sú uppgötvun að sjá allt það sem hefur safnast saman og skrásetja það og gera raunverulegt hvað mikið dót er til. 

Verkið er innsetning og samanstendur af myndum á vegg og myndbandi. sem sýnt er á tölvuskjá. Sýnir það skrásetningu þess sem kom upp úr kössunum.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur