Lilja Birna Arnórsdóttir – Hverfing

Sýning á útskriftarverkum þeirra nemenda sem útskrifast frá Ljósmyndaskólanum í desember 2025, opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur þann 12. des. kl. 16.00 og hún stendur til 11. janúar 2026. 

Á sýningatímanum bjóða útskriftarnemendur upp á leiðsagnir um sýninguna. 

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Sýningarstjóri er Katrín Elvarsdóttir.

Lilja Birna Arnórsdóttir  er ein þeirra sem nú útskrifast frá Ljósmyndakólanum.

Hverfing 

Hverfi í mótun eru viðkvæm rými, þar sem forvitni og efasemdir mætast. Nýjungar geta verið spennandi og áhugaverðar, um leið og þær ógna því kunnuglega. Breytingar raska stöðugleika og öryggi.

Þrisvar á lífsleiðinni hef ég verið frumbyggi í nýju hverfi og var upplifun mín ólík eftir lífsskeiðum. Sem barn sá ég hverfið sem leikvöll, á unglingsárum var sjálfið að mótast og  nú þegar ég er orðin fullorðin er ég meðvituð um þá flóknu og tilfinningaþrungnu orðræðu sem gjarnan fylgir umbreytingum.

Þegar ég hóf að vinna þetta verk um Hlíðarenda var ég uppfull af reiði – reiði gagnvart brotnum loforðum borgaryfirvalda og mínum eigin brostnu væntingum til hverfisins. En með opnum huga og í kjölfar mikilrar rannsóknarvinnu opnaðist annað sjónarhorn. Með því að horfa á hverfið með augum barnsins verður  allt mögulegt. Þannig vaknar trú á því að í framtíðinni verði hverfið lifandi og skemmtilegt samfélag.

Ljósmyndirnar sýna ummerki mannlegrar tilvistar en ekki manneskjuna sjálfa; fótspor, skugga og umskipti. Textílprent sýna inn- og útgang inngarðs en vídeóverkið sýnir merki um umgang fólks í inngarði, hvernig skuggar koma og fara. 

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur