Listamaður vikunnar – Árni Árnason – Fuglar og fleiri dýr.

Listamaður/listakona vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður vikunnar er Árni Árnason nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1. Hann er mikill áhugamaður um náttúruljósmyndun og þá ekki síst fuglaljósmyndun og sýnir hér nokkrar myndir af fuglum og fleiri dýrum. Þetta er sjálfstætt verkefni hjá Árna og ekki hluti áfanga í náminu.

Hann segir um seríuna Fuglar og fleiri dýr:

Ég hef alla tíð verið mjög áhugasamur um náttúrulífsljósmyndun. Myndir ljósmyndara sem helguðu sig ljósmyndun villtra fugla og spendýra heilluðu mig lengi meira en myndir af öðrum sviðum ljósmyndunar. Á skólaárum var ég svo heppinn að fá vinnu við mælingar vítt og breitt um landið og þótt ég ætti ekki myndavél á þeim árum þá hafði ég alltaf góðan sjónauka og gat stundum stytt mér stundir við að horfa á það sem var að gerast í fuglalífinu á ólíkum stöðum landsins.

Síðasta áratuginn eða þar um bil hef ég stundað fuglaljósmyndun af miklum áhuga og samhliða því hef ég jafnt og þétt komið mér upp nauðsynlegasta búnaði til myndatökunnar. Ég mynda mest í borginni eða nágrenni hennar en fer líka á hverju ári ferðir um Suðurland, Suðausturland og Snæfellsnes.

/sr


Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur