Listamaður vikunnar – Árni Árnason – Lesið í ljós

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður vikunnar er Árni Árnason, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.

Hann segir þetta um portrettmyndirnar sem hann sýnir sem listamaður vikunnar:

Flestar portrettmyndirnar eru teknar í tengslum við áfangann Að lesa í og skapa ljósen tvær þeirra tengjast portrettseríu sem ég vann í samnefndum námsáfanga hér í skólanum. Fjórar myndanna tók ég í stúdíói sem ég stillti upp utan skólans. Á öðrum staðnum notaði ég svargráan vegg sem bakgrunn en á hinum brá ég upp svörtum bakgrunni. Þrjár myndanna eru teknar í svarta stúdíói skólans, tvær með svörtum bakgrunni og ein með brúnum. Myndin með hvíta bakgrunninum er tekin við hvítan útvegg. Ég notaði tilbúna lýsingu í öllum myndunum nema tveimur og notaði reflector og annað hvort flass eða led-ljós. 

Það má segja að allar myndirnar séu unnar sem æfingar í stúdíótökum eða fyrir áhrif viðfangsefna í náminu hér í skólanum, aðeins ein myndanna var eiginlegt skilaverkefni.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur