Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að sækja um að vera Listamaður vikunnar allavega einu sinni á hverju námsári og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnaval í Listamaður vikunnar er fjölbreytt og nemendur sýna jafnt skilaverkefni úr áföngum námsins eða ýmis önnur verkefni sem þau eru að vinna að.
Listamaður þessarar viku er Aron Ingi Gestsson nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.
Hann segir þetta um verkefnið sem ber nafnið 2024:
Myndirnar í þessu verki voru teknar á árinu 2024. Ég hef síðustu 2-3 ár tekið mikið af myndum á tónleikum en nýverið fært mig meira inn í stúdíó sem hefur verið skemmtilegt en krefjandi. Ég hef einnig verið að taka með mér handflass og Godox „trigger“ út til þess að fá skemmtilega lýsingu á myndir sem eru teknar úti, þetta er afraksturinn.










/sr.