Listamaður vikunnar – Ásta Guðrún Óskarsdóttir – Dótakassinn

Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.

Listamaður þessarar viku er Ásta Guðrún Óskarsdóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Hún sýnir verkið Dótakassinn sem var skilaverkefni hennar í vinnustofunni Gagnrýnin list sem nú var að ljúka en í þeirri vinnustofu unnu nemendur undir handleiðslu Jónu Hlífar Halldórsdóttur.

Ásta lætur eftirfarandi texta fylgja verki.

Dótakassinn

Sannleikann á bak við flest heimili má finna í dótakassa barnsins. Hann endurspeglar svo margt; fjárhag heimilisins, áhugasvið barnanna, markaðsetningu fyrirtækja, ákvarðanir foreldra og í raun samfélagið allt.

Í verkinu Dótakassinn skoða ég  fjögur börn; tvo drengi og tvær stúlkur. Ég raða upp hluta af dótinu þeirra og mynda það. Ég spyr börnin hvort þau hvort langi í meira dót og ef svo er þá hvaða dót þau langar í?

Börnin eru:

Freydís María, 9 ára

Langar í baby Yoda.

Hinrik Axel, 7 ára

Langar í nýja Valla bók.

Kristján Stormur, 4 ára

Langar í jeppa með fjarstýringu.

Vaka Sóllilja, 7 ára

Langar í krakka eldhús.

     

Hægt er að lesa margt úr myndunum af leikföngum barnanna, fatavali þeirra og hvernig þau bera sig í myndatökunni.

Stúlkurnar völdu að klæðast bleikum bol og bleikum kjól. Þær horfa báðar brosandi til mín á meðan drengirnir völdu sér skyrtu og jakkafatajakka og horfa slakir í vélina.

Ég velti fyrir mér hvort að það hvernig þau velja að birtast endurspeglist af kyni þeirra og félagslegum kynhlutverkum. Eru stúlkurnar að sýna hversu sætar þær eru á meðan það eru minni kröfur gerðar á drengi um útlit ?

Það er að minnsta kosti erfitt að horfa framhjá augljósri kynjaskiptingu í leikföngum þeirra. Dót stúlknanna eru dúkkur, bangsar og ríkjandi litur er bleikur  á meðan dót drengjanna eru vopn, ofurhetjukarlar og dekkri litir eru ríkjandi.  Ég velti  fyrir mér hvaða dót er strákalegt og hvaða dót er stelpulegt. Hver ákveður að hafa allt stelpudót bleikt en ekki blátt? Eru það fyrirækin, samfélagið  eða jafnvel við sjálf?

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna