Listamaður vikunnar – Ástrós Lind – 2-2-2.

Listamaður/listakona vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Ástrós Lind nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 er listamaður vikunnar. Hún sýnir tvær myndir sem eru afrakstur af vinnu hennar í áfanganum Stafræn myndvinnsla, 3 hluti. Þar er það Marinó Flóvent sem leiðbeinir nemendum. Markmið áfangans er að auka nemendum sjálfstæði í stafrænni myndvinnslu og prentun og að aðstoða þá við að tökum á persónulegum stíl í myndvinnslu. 

Ástrós nefnir seríuna 2-2-2 og segir þetta um hana:
Ég fór í smá leiðangur um Hafnarfjörð í leit að áhugaverðum stöðum til þess að taka „editorial“-myndir með tveimur yndislegum módelum, fyrir fatalínu sem félagi minn er með.

Þegar ég byrjaði að velja og vinna myndirnar, fann ég að það var ekki eins einfalt og ég hélt, þar sem  myndirnar voru ekki teknar á sama degi og veðrið og birtan breytist stöðugt.

Í kennslustund hjá Marinó í Stafrænni myndvinnslu fékk ég aðstoð sem hjálpaði mér að móta „lookið“ fyrir seríuna og þar fattaði ég hvernig ég gæti fundið leið út úr þessum hausverk sem þetta var orðið. Ég lærði að sjá hvernig litir, birtuskil og stemning geta unnið saman þrátt fyrir ólíkar aðstæður og hvernig hægt er að skapa heild úr myndum sem annars virðast ekki beint tala saman.

Ég valdi tvær myndir úr þessari seríu sem mér fannst ólíkar en samt tala saman á sinn hátt. Það sem mér finnst skemmtilegt við þessa myndatöku er að ég gat tekið „editorial“-myndir og samt unnið þær þannig að þær stæðu líka sjálfstætt sem listaverk, væru ekki endilega bundnar við fötin, heldur tilfinninguna í myndunum.

Þessar tvær myndir einblína ekki eingöngu á fötin heldur á hvernig þau tengjast umhverfinu og stemningunni. Markmiðið var að sýna hvernig hönnunin og umhverfið vinnur saman í því að skapa sterka sjónræna heild.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur