Listamaður vikunnar – Ástrós Lind Halldórudóttir – Telma & Lovísa

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er Ástrós Lind Halldórudóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1. Hún sýnir T E L M A  & L O V Í S A, verkefni sem hún vann í vinnustofunni samtímaljósmyndun á haustönn.

Þar var það Katrín Elvarsdóttir sem vann með nemendum í áfanganum.

Ástrós:

T E L M A  & L O V Í S A.

Í áfanganum samtímaljósmyndun fengum við nemendur frjálsar hendur til að nýta ljósmyndun á fjölbreyttan og listrænan hátt. Markmiðið var að örva sköpunargleði og opna nýjar leiðir í persónulegri tjáningu. Þar sem ég hef talsverða reynslu af kvikmyndagerð, ákvað ég að samtvinna hana við ljósmyndaformið. Ég tók myndirnar í 16:9 hlutfalli til að skapa tilfinningu fyrir cinema scope – eins og um stillur úr kvikmynd væri að ræða.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur