Listamaður vikunnar – Ástrós Lind – POSE

Listamaður/listakona vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður vikunnar er Ástrós Lind nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 og hún segir þetta um myndirnar sem hún sýnir að þessu sinni:

Verkið ber nafnið Pose. Það varð til í „studio session“ þar sem ég og módelið mitt unnum út frá ákveðnum senum og karakterum.

Upphaflega var planið einfaldlega bara að taka „headshots“, en ferlið þróaðist fljótt í eitthvað meira. Mér finnst alltaf mikilvægt að gefa módelinu rými til að leika sér og prófa sig áfram. Ég hef tekið eftir því að um leið og módel fá að fara í karakter og túlka aðstæður frjálsar eykst sjálfstraust þeirra og nærvera fyrir framan myndavélina verður sterkari.

Í þessu verkefni nýtti ég mér reynslu og lærdóm úr kennslu hjá Yael sem kenndi okkur í fyrra, sérstaklega það sem við unnum með í Rauða kross verkefninu. Þar lærðum við mikið um leikstjórn og hvernig hægt er að leiða módel á öruggan og skapandi hátt. Sá lærdómur hafði bein áhrif á vinnuferlið í Pose og mótaði bæði stemningu og útkomu verksins.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur