Listamaður vikunnar hefur ákveðið pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín.
Nemendur eru hvattir til þess að sækja um að vera Listamaður vikunnar allavega einu sinni á hverju námsári og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnaval í Listamaður vikunnar er fjölbreytt og nemendur sýna jafnt skilaverkefni úr áföngum námsins eða ýmis önnur verkefni sem þau eru að vinna að.
Listamaður þessarar viku er Brynja Bærings Sindradóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.
Hún sýnir verkið Laugavegurinn og kýs að láta upphaf að ljóðinu Ferð í Landmannalaugar eftir Hugrúnu fylgja með.
„Við ökum til Landmannalauga
í langferðabílum.
Til fjallanna hugurinn hneigist
og hugfangin augu,
því margbreytt er lögun og litir
landsins, og töfrar
seyða inn í voraldar veröld
á víðsýnar slóðir.“
/sr.