Listamaður vikunnar – Elva Þrastardóttir – Bræður

Elva Þrastardóttir er listmaður vikunnar. Hún sýnir verkið Bræður en það var unnið í Vinnustofunni Portrettseríur. Þar nutu nemendur leiðsagnar Spessa.

Elva segir þetta um verkið Bræður:

Verkið fjallar um pabbi minn, bræður hans og þeirra æskuheimili. Þeir ólust upp á Reykjabakka á Flúðum og búa allir ennþá á Flúðum í augsýn við æskuheimilið. Einn af bræðrunum hefur búið í húsinu alla sína ævi en hann erfði húsið og hefur búið þar einn síðan amma mín féll frá árið 2005. Húsið er algjört tímahylki og minnir helst á kvikmyndasett en húsið og flestir hlutir þar inni eru í upprunalegu ástandi. Varla hefur verið hreyft við neinu sem tilheyrði ömmu og afa í húsinu en á myndunum má meðal annars sjá úlpu ömmu minnar sem hangir enn í forstofunni, greiðu, prjónadót, skó og dagblöð sem fara aftur til 1996. Einnig eru myndir af herbergjum bræðranna sem hafa ekkert breyst frá því þeir fluttu út fyrir utan það að safna dóti. 

Instagram: elvathrastar

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur