Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.
Listamaður þessarar viku er Grace Caiborn Barbörudóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.
Hún sýnir verkið Kansas Atlas. Upphaflega vann hún verkið í einum hluta áfangans Aðferðir við listsköpun undir handleiðslu Orra Jónssonar og afraksturinn í þeim skilum var bókverk.
Grace sýnir nú myndirnar úr verkinu sem prent á vegg.
Hún segir þetta um verkið Kansas Atlas (2022):
Kansas Atlas is dedicated to the feeling of returning to one’s
homeland and finding it both completely altered, yet familiar.
Hægt er að fylgja Grace á Instagram á slóðinni: @barborudottir.com
/sr.