Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.
Listamaður vikunnar að þessu sinni er Grace Claiborn Barbörudóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.
Sýnir hún bókverkið Útlendingavaktin sem hún vann í vinnustofunni Samtímaljósmyndun undir handleiðslu Péturs Thomsen. Bókverkið varð til eftir að vinnustofunni lauk.
Í vinnustofunni Samtímaljósmyndun kynntust nemendur ýmsum hliðum samtímaljósmyndunar og fjölbreyttum möguleikum miðilsins í samtímanum en ljósmyndun hefur síðustu áratugi fest sig í sessi sem margháttaður listmiðill. Þar felast enda fjölmargir möguleikar til að spegla tilveruna í víðum skilningi; að takast á við samfélag, umhverfi, tilvist manneskjunnar og samspil þessara og fleiri þátta.
Grace segir um verkefnið:
Útlendingavaktin er bókverk sem byggir á myndum sem teknar eru leynilega á Útlendingastofnun og texta sem tekinn er beint af umsóknarblöðum embættisins um dvalarleyfi.
Please wait while flipbook is loading. For more related info, FAQs and issues please refer to DearFlip WordPress Flipbook Plugin Help documentation.
/sr.