Listamaður vikunnar – Guðrún Sif Ólafsdóttir – Jafnvægi

Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmsiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er Guðrún Sif Ólafsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

 

Hún segir þetta um verkið Jafnvægi sem er hennar framlag á veggnum þessa vikuna:

Ljósmyndaverkið Jafnvægi er sprottið út frá vinnustofunni Persónuleg heimildarljósmyndun undir leiðsögn Einars Fals Ingólfssonar. Í þeirri vinnustofu hélt ég úti ljósmyndadagbók síðastliðin febrúar mánuð þar sem ég fangaði líf mitt eins og það var og því sem ég veitti athygli þá stundina til þess að vinna mig út úr krefjandi atburðum og áföllum sem ég var að ganga í gegnum á þeim tíma. Verkið Jafnvægi er áframhaldandi vegferð þeirrar  ljósmyndadagbókar en ég hélt því ferli áfram og geri enn þar sem  vinnubrögðin að mynda daglega í gegnum innsæi og tilfinningar reynast mér afar vel. Ég hef tekið eftir að þau mynstur sem hafa verið síendurtekin í ljósmyndum mínum síðastliðna mánuði eru andstæður, styrkur, mýkt, rósemi og jafnvægi. Það má því segja að verkið Jafnvægi sé einn kafli í ljósmyndadagbók heilunarferlsins. 

 

instagram: https://www.instagram.com/gsifolafs/

/sr.

 

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna