Listamaður vikunnar – Guðrún Sif Ólafsdóttir – Untitled

Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.

Listamaður þessarar viku er Guðrún Sif Ólafsdóttir, nemandi á lokaönn náms á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Hún sýnir verkið Untitled sem er verk sem hún hefur verið að vinna að undanfarið.

Guðrún Sif segir þetta um verkið:

Verkið Untitled er unnið frá munstrum og formum í íslenskri náttúru. Hægt er að túlka verkið á margvíslegan hátt og vil ég sem höfundur gefa, að þessu sinni, sem minnst upp um eigin hugleiðingar varðandi  það.

Áhorfandanum gefst því kostur á að rýna sjálfur í verkið og að finna sína eigin túlkun út frá eigin innri neista og hugmyndaflugi.

Hægt er að skoða fleiri verk Guðrúnar og að fylgja henni á Instagram reikningi hennar @gsifolafs

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna