Listamaður vikunnar – Gunnar Freyr Ragnarsson – Rusl.

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu  til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að sækja um að vera Listamaður vikunnar allavega einu sinni á hverju námsári og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum. 

Verkefnaval  í Listamaður vikunnar er fjölbreytt og nemendur sýna jafnt skilaverkefni úr áföngum námsins eða ýmis önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður þessarar viku er Gunnar Freyr Ragnarsson nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.

Hann sýnir verkefnið Rusl en það vann hann upphaflega í vinnustofunni Samtímaljósmyndun hjá Katrínu Elvarsdóttur fyrr á námsárinu. Í þeirri vinnustofu fá nemendur innsýn í ólík viðfangsefni í samtímaljósmyndun, eru kynntir fyrir ýmsum listamönnum sem vinna með ljósmyndamiðilinn að listsköpun og skoða mismunandi frásagnaraðferðir. Þau velja sér svo viðfangsefni og vinna að því undir handleiðslu Katrínar.

Gunnar Freyr segir um verkið:

Verkið Rusl gefur okkur innsýn í daglegt líf fjölskyldu á einni viku í gegnum sorp þeirra og opnar augu okkar fyrir því hversu mikilvægt það er að huga að umhverfi okkar. 

This image has an empty alt attribute; its file name is Rusl-Gunnar-Freyr-Ragnarsson-1-1024x724.jpg

@Gunnar_Ragnarsson 

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur