Listamaður vikunnar – Harpa Thors – Úlfarsárdalur -x2, -x3

Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.

Listamaður þessarar viku er Harpa Thors nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1. Sýnir hún þar abstraktverkin Úlfarsárdalur – x 2, – x3 en þau verk voru  skilaverkefni hennar í vinnustofunni Persónuleg heimildaljósmyndun. Þar unnu nemendur verkefni sín undir handleiðslu Einars Fals Ingólfssonar.

Harpa segir um verkin:

Verkin eru unnin í vinnustofunni Persónuleg heimildarljósmyndun. Ég tók fyrir hverfið mitt, sem ég er nýlega flutt í. Ég þekki umhverfið ekki og í sannleika sagt finnst mér hverfið heldur litlaust og ekkert sérstaklega heillandi. Hverfið er nýtt og stór hluti þess að er enn í byggingu. Ég ákvað að reyna kynnast því betur og mynda fegurðina sem ég sá í því. Úr urðu þrjú abstrakt verk (Úlfarsárdalur, -x2, -x3 ) þar sem ég reyni að fanga hverfið með mínum augum.

Úlfarsárdalur
Úlfarsárdalur x2
Úlfarsárdalur x3

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur