Listamaður vikunnar – Heiðrún Fivelstad – Life As Is.

Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.

Listamaður þessarar viku er Heiðrún Fivelstad, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Verkið  Life As Is varð til sem afrakstur vinnu Heiðrúnar úr tveimur áföngum námsins á vormisseri . Annars vegar notaði Heiðrún efni sem hún vann í vinnustofunni Ljósmyndabókin þar sem Arnar Freyr Guðmundsson (SudioStudio) vann með nemendum. Viðfangsefnið þar var að gera ljósmyndabók með eigin verkum.

Hins vegar er verkið sprottið úr B – hluta áfangans Að lifa af í listheiminum – en þar var það Sadie Cornette Cook sem leiðbeindi nemendum í gegnum það ferli að gera eigin möppu eða portfólu. Í þessum hluta áfangans þurftu nemendur að skila texta eða yfirlýsingu með myndavali sínu til að styðja við val og útfærslu.

Þessi áfangahluti var kenndur á ensku og því er textinn sem fylgir verkinu á ensku.

Heiðrún Fivelstad – Life As Is

Life As Is is an ongoing visual diary of my life as a queer person in Iceland. After the break off of my engagement, I turned to point-and-shoot and disposable cameras to document my experience reconfiguring my place in life, as well as within the queer community. In this series I explore moments that feel intimate, genuine and real; stripped of societal expectations and the straight lens through which queer life is traditionally viewed. With the use of this medium I subvert the language of vernacular photography, which queer people have historically been left out of, and lend a glimpse into moments that feel inherently queer.

      

 

 

Uppsetning verks á vegg.

Hluti af framsetningu verksins var bókverk og má sjá nokkrar opnur úr því.

 

 

/sr.

        

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna