Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.
Listamaður vikunnar að þessu sinni er Helgi Vignir Bragason nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Hann sýnir bókverkið Stoic.
Helgi segir þetta um verkið:
Bókverkið Stoic var unnið í áfanganum Aðferðir við listsköpun undir handleiðslu Orra Jónssonar.
Það samanstendur af myndum sem teknar voru sumarið 2022 víðsvegar um Ítalíu og á Íslandi. Þær sýna manngerð svæði í fjarveru mannsins og þau augnablik þegar allt er kyrrt og ekkert virðist um að vera.
/sr.