Listamaður vikunnar – Ingunn Rós Haraldsdóttir – Frá ömmu.

Listamaður vikunnar hefur ákveðið pláss í skólahúsnæðinu  til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. 

Nemendur eru hvattir til þess að sækja um að vera Listamaður vikunnar allavega einu sinni á hverju námsári og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum. 

Verkefnaval  í Listamaður vikunnar er fjölbreytt og nemendur sýna jafnt skilaverkefni úr áföngum námsins eða ýmis önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður þessarar viku er Ingunn Rós Haraldsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Hún segir þetta um verkefnið:

Frá ömmu 

Verkið Frá ömmu er manifesto verkefni sem ég setti mér fyrir, en markmiðið var að klára 35mm svarthíta filmu á leiðinni heim frá ömmu. Ég vildi fanga minninguna sem fylgir heimleiðinni sem virðist aldrei vera eins þrátt fyrir sömu leiðina. 

Ég varð fyrir miklum áhrifum í vinnustofuáfanganum landslag, landslagseríur hjá Pétri Thomsen. Þar fékk ég nýja sýn á íslenska landslagsljósmyndun. Eftir áfangann hef ég verið að skrásetja staði og mismunandi landslag þar sem landslag virðast vera stanslaust að breytast. 

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna