Listamaður vikunnar – Íris Hadda Jóhannsdóttir – Twenty something.

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að sækja um að vera Listamaður vikunnar allavega einu sinni á hverju námsári og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum. 

Verkefnaval  í Listamaður vikunnar er fjölbreytt og nemendur sýna jafnt skilaverkefni úr áföngum námsins eða ýmis önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Það er Íris Hadda, nemandi á Námbraut í skapandi ljósmyndun 2 sem er listamaður vikunnar. Hún sýnir verkið Twenty something (2024).

Hún lætur eftirfarandi texta fylgja verkinu:

By the time I became older than my mother when she gave birth to me, I started to get this obsession about time passing. In my mid-twenties I questioned myself about my role and what was expected of me. Twenty something (2024) is an ongoing photographic diary that documents what it means to me to be young and the messiness of being a place where society expects you to start thinking about settling down. 

Íris Hadda is a visual artist and writer. Born in Iceland and raised in Spain, her work explores themes of identity, sexuality, youth, and body image.

Hún birtir verkið hér sem samansafn ljósmynda sem framsettar eru í reitum (e.grid). Ljósmyndirnar eiga samtal innbyrðis og áhorfandans er að túlka.

Hér má sjá nokkrar af myndunum úr reitunum að ofan stærrri.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna