Listamaður vikunnar – Íris Hadda – Rauð klamidíuviðvörun í miðbænum um helgina

Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.

Listamaður þessarar viku er Iris Hadda Jóhannsdóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Íris Hadda er myndlistarkona fædd á Íslandi en hún hefur búið mestan hluta ævi sinnar á Spáni. Hún er menntaður listfræðingur og sérfræðingur í skapandi skrifum. Hún hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2020 og stundar nú nám í ljósmyndun við Ljósmyndaskólann samhliða starfi við Listasafn Reykjavíkur. Helst áhugamál hennar eru sjálfsímynd, skáldskapur, „arkíf “ og ljóðræn tákn mynda. 

Rauð klamidíuviðvörun í miðbænum um helgina (2023) er verk eftir Írisi Höddu og þar rannsakar hún afl mynda til að segja sögur. Verkið er samansafn ljósmynda sem framsettar eru í reitum (e.grid). Ljósmyndirnar eiga samtal innbyrðis og áhorfandinn fær að túlka og byggja upp merkingu þeirra.

Verkið er partur af rannsóknarverkefni sem Íris Hadda hefur verið að vinna í síðan árið 2018, þar sem hún spyr sig um fótspor okkar á samfélagsmiðlum og hvernig myndir byggja ímynd, karakter eða persona, af notenda á netinu.

 

 

 

 

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur