Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.
Listamaður þessarar viku er Kristín Ásta Kristinsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Sýnir hún verkið Pabbi sem hún vann fyrir áfanga fyrr á þessu námsári.
Kristín segir þetta:
Verkið heitir Pabbi.
Myndirnar eru teknar á filmu, 6×6 Medium format myndavél.
Ég tók þær þegar ég var að vinna að seríu undir handleiðslu Unnars Arnar Auðarsonar í áfanganum Aðferðir við listsköpun, á haustönn 2021.
Ég var undir áhrifum frá Vivian Maier þegar ég vann þá seríu en myndirnar tók ég af fólki sem stendur mér nærri án þess að mynda andlit þess.