Listamaður vikunnar – Kristín Ásta Kristinsdóttir – Pabbi

Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.

Listamaður þessarar viku er Kristín Ásta Kristinsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Sýnir hún verkið Pabbi sem hún vann fyrir áfanga fyrr á þessu námsári.

 

Kristín segir þetta:

 Verkið heitir Pabbi.

Myndirnar eru teknar á filmu, 6×6 Medium format myndavél.

Ég tók þær þegar ég var að vinna að seríu undir handleiðslu Unnars Arnar Auðarsonar í áfanganum Aðferðir við listsköpun, á haustönn  2021.

Ég var undir áhrifum frá Vivian Maier þegar ég vann þá seríu en myndirnar tók ég af fólki sem stendur mér nærri án þess að mynda andlit þess. 

 

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna