Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.
Laufey Jakobsdóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 er listamaður vikunnar. Hún sýnir verk sem hún vann í vinnustofunni Að þróa persónulegt myndmál en þar unnu nemendur að verkefnum sínum undir handleiðslu Hallgerðar Hallgrímsdóttur
Laufey segir eftirfarandi um verkið.
Handanrými
Blandað er saman tveimur tegundum “sviðsettrar ljósmyndunar”. Frásagnirnar eru í raun tvær en eru myndaðar samtímis og tvinnast því ósjálfrátt saman. Í hversdagsleikanum eru handanrýmin víða – líkaminn í rýminu er mis berskjaldaður þangað til hann hverfur sjónum. Með kyrralífsmyndunum er horft til baka í listasöguna. Brennandi kerti er tákn tímans en bein og steinn minna á hverfuleika lífsins.