Listamaður vikunnar – Lilja Birna Arnórsdóttir – Ferðalag.

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að sækja um að vera Listamaður vikunnar allavega einu sinni á hverju námsári og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum. 

Verkefnaval  í Listamaður vikunnar er fjölbreytt og nemendur sýna jafnt skilaverkefni úr áföngum námsins eða ýmis önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Það er Lilja Birna Arnórsdóttir, nemandi á Námbraut í skapandi ljósmyndun 1 sem er listamaður vikunnar. Hún sýnir verkið Ferðalag og segir þetta:

Verkið sem ég sýni sem Listamaður vikunnar vil ég kalla Ferðalag en þó að myndirnar sýni raunverulegt ferðalag; séu úr göngu um Fimmvörðuháls fyrir nokkrum árum, þá er þetta svolítið eins og mér hefur liðið þetta síðasta ár hér í Ljósmyndaskólanum.  Maður leggur af stað út í ákveðna óvissu með fólki sem maður þekkir ekki en allir hjálpast að við að komast niður brattann. Svo tekur framtíðin á móti manni með ákveðinni bjartsýni, miklum tækifærum og óendanlegum möguleikum.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna