Listamaður vikunnar – Lilja Birna Arnórsdóttir – Flugtak

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er Lilja Birna Arnórsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Hún sýnir verk sem hún nefnir Flugtak en það var hlut skilaverkefna hennar í áfanganum Listasaga 2. hluti. Í þeim áfanga er aðaláherslan á umfjöllun um myndlist 20. og 21. aldar og þá viðamiklu endurskoðun listamanna á hugmyndafræði og nálgun myndlistar sem þá átti sér stað. Fjallað er um tilkomu framúrstefnulistar, mikilvægi hennar í þróun samtímalistar og þróun samtímalistar almennt í ýmsum löndum með áherslu á tengingu við íslenska myndlist. 

Nemendur vinna í áfanganum skrifleg verkefni þar sem unnið er með liststefnur og skila ljósmyndaverkefni sem innblásið er af viðfangsefnum námskeiðslins.

Kennari námskeiðsins var Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir

Lilja Birna segir um Flugtak:

Flugtak er ljósmyndaverk í anda Fútúrismans og í þessu verki notast ég við það sem kallast „panning“ í ljósmyndun.

Hér reyni ég að festa á filmu flugtak flugvélar á Reykjavíkurflugvelli að kvöldi til. Það má skynja hreyfingu vélarinnar út frá ljósrákum sem myndast í næturhimninum en einnig má sjá borgarlandslagið. 

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur