Listamaður vikunnar – Lilja Birna Arnórsdóttir – Jóhanna af Örk.

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu  til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að sækja um að vera Listamaður vikunnar allavega einu sinni á hverju námsári og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum. 

Verkefnaval  í Listamaður vikunnar er fjölbreytt og nemendur sýna jafnt skilaverkefni úr áföngum námsins eða ýmis önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður þessarar viku er Lilja Birna Arnórsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.

Verkið kallast – Jóhanna af Örk – og var unnið í vinnustofunni Portrettseríur fyrr á þessari önn. Þar var það Spessi sem vann með nemendum.

Lilja Birna segir þetta um verkið:

Jóhanna af Örk var verndari Frakka í 100 ára stríðinu.  

Í þessu verki leitaðist ég við að finna Jóhönnu af Örk í konum í kringum mig.  

Þessar konur hafa gengið í gegnum margt í lífinu en hér birtast þær eins og þær eru.

Hvað varðar framsetiningu er serían sett upp þannig að við móðir mín mörkum upphaf og endi hennar, önnur horfir til fortíðar og hin til framtíðar.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur