Listamaður vikunnar – Lovísa Fanney Árnadóttir -Snjóflóðavarnargarðar

Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmsiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er Lovísa Fanney Árnadóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Hún sýnir verk sem hún vann nú á haustdögum í vinnustofunni Landslag/landslagseríur þar sem nemendur unnu undir handleiðslu Péturs Thomsen. Markmið vinnustofunnar var að skoða margbreytilegar birtingarmyndir landslags og að vinna með sjónarhorn við ljósmyndunun sem væri utan hinnar hefðbundnu fagurfræði við ljósmyndun á landslagi.

Lovísa segir þetta um verkið Snjóflóðavarnargarðar sem hún sýnir sem listamaður vikunnar.

Snjóflóðavarnargarðar:

Verkið Snjóflóðavarnargarðar fjallar um, eins og titillinn gefur til kynna, snjóflóðavarnargarða landsins og er það unnið í vinnustofunni Landslag/landslagsseríur undir handleiðslu Péturs Thomsen.

Snjóflóðavarnargarðar eru áberandi en einstaklega mikilvæg fyrirbæri í bæjarfélögum á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Fyrir áfangann ferðaðist ég um fyrrnefnda landshluta og myndaði alla þá mismunandi snjóflóðavarnargarða sem þar er að finna.

Þrátt fyrir að garðarnir myndi stór sár í landslaginu, er samt sem áður eitthvað við þá sem heillar augað.

Instagram: @lovisafanneya

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna