Listamaður vikunnar – Lovísa Fanney Árnadóttir – Þvert á leið.

Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.

Lovísa Fanney Árnadóttir er listamaður vikunnar og sýnir á veggnum verkið Þvert á leið.

Lovísa er nemandi á þriðju önn Námsbrautar í skapandi ljómyndun 2 og mun útskrifast með diplómu í skapandi ljósmyndun nú í lok árs.

Hún segir þetta um verkið Þvert á leið:

Í vinnustofunni „Að vinna með safn“ undir handleiðslu Unnars Arnar Auðarsonar hafði ég loksins fullkomið tækifæri til þess að þræða í gegnum ljósmyndasafn foreldra minna sem hafa alltaf verið miklir áhugaljósmyndarar. Áður en þau urðu foreldrar ferðuðust þau mikið innlendis sem og erlendis og er því ljósmyndasafn þeirra stórt og mikið í dag.

Eftir margar klukkustundir við slides vélina fór að bera mikið á ljósmyndum af sömu viðfangsefnunum þegar þau ferðuðust saman, þ.e.a.s. þau tóku oft myndir af því sama, nema frá mismunandi sjónarhorni. Úr því mynstri varð bókverkið Þvert á leið.

Myndirnar í meðfylgjandi smáseríu eru frá Japansferðalagi árið 1991, þar má sjá myndapör þar sem pabbi tók aðra myndina og mamma hina. Við gerð verksins velti ég oft fyrir mér, hvoru þeirra ég væri líkari, hvað ljósmynda stílinn varðar.

Verk þetta er enn í vinnslu og hlakka ég mikið til þess að fara aftur í gegnum safn þeirra í leit af fleiri ævintýrum.

Instagram: @lovisafanneya

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna