Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmsiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.
Listamaður vikunnar að þessu sinni er Maren Valsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.
Hún sýnir verkið Nekt á bláum bakgrunni en það vann hún í áfanganum Listasaga undir handleiðslu Aðalheiðar Guðmundsdóttur.
Maren segir þetta um verkið Nekt á bláum bakgrunni.
Hugmyndin var að gera ljósmyndaverk í anda Henri Matisse og varð ein frægasta klippimynd listasögunnar Blue Nudes fyrir valinu en það er sería af litografíum sem eru úrklippur af nöktum líkama í mismunandi stellingum.
Verkið Nekt á bláum bakgrunni er ljósmyndasería sem inniheldur fjórar klippimyndir af kvenlíkamanum á bláum bakgrunni. Viðfangsefnið var prentað út, klippt niður í litla búta sem var raðað saman aftur upp í ný form, því næst var verkefnið skannað inn í tölvu til að bæta við lit og fjarlægð í myndina.
/sr.