Listamaður vikunnar – María Ármanns – Litir tímans.

Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.

Listamaður þessarar viku er María Ámanns nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1. Sýnir hún þar brot út verkefni sem hún vann í áfanganum Aðferðir við listsköpun undir handleiðslu Spessa. í áfanganum  var markmiðið að beita aðferðum rannsóknarvinnu til undirbúnings verkefnum.  Nemendum var skipt í hópa og fengu hóparnir úthlutað einu hverfi á höfuðborgarsvæðinu til þess að vinna með.  Öll áttu hverfin það sameiginlegt að þar má finna  einhveskonar samtal mismunandi tímabila og ólíkra hlutverka sem þau hafa haft, sum hverfin eru svo akkúrat á tímamótum og hlutverk þeirra að breytast. Hver nemendi vann einstaklingsverkefni þar sem hverfið, saga þess, nútíð og framtíð var lögð til grundvallar.

 María Ármanns segir þetta:
 
Þetta er brot úr verki sem heitir Litir tímanns og var það unnið undir handleiðslu Spessa í tengslum við áfanga þar sem unnið var með  að rannsaka og endurspegla hverfi. 
Í mínu tilfelli var það Súðarvogur sem er mjög hrátt iðnaðarhverfi í uppbyggingu, á leiðinni að verða íbúðarhverfi. Ég ákvað að fókusa meira á grunninn eða kjarnann í hverfinu sem, að mínu mati, var það „gamla“ og reyna að sýna tíma og hvaða áhrif hann hefur á hverfi eins og þetta. 
 
 
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur