Listamaður vikunnar – Melkorka Gunnarsdóttir – Óvissuferð

Listamaður vikunnar er Melkorka Gunnarsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.
Hún sýnir myndir sem voru skilaverkefni hennar í einum hluta áfangans Aðferðir við listköpun, 3. hluti nú á haustdögum. Kennari var Unnar Örn Auðarson.

Markmið þessa hluta áfangans var að nemendur rannsaki og  láti  reyna á notkun skapandi hafta við vinnu að verkefnum.  Hver nemandi vann verkefni þar sem hann setti sér skorður varðandi val, tækni og aðferðum við úrlausn verkefnisins.

Melkorka nefni verkefni sitt Óvissuferð og hún lætur eftirfarandi texta fylgja.

Ferlið var í stórum dráttum svona: Ég valdi að fara í einskonar óvissuferð, langaði til að prófa nýja hluti og sjá hver útkoman yrði.

Ég tók myndir á mismunandi myndavélar; Hasselblad filmumyndavél, stafrænar myndir á Canon R5 og Iphone 16. Myndefnið var hins vegar alltaf það sama og varð Skógarfoss fyrir valinu.

Megin ástæðan var sú að hann hentaði vel í vinnuferlið mitt, en einnig það að hann er vinsæll ferðamannastaður, í alfara leið og því meira líf og fjör. 

Ég hafði aldrei áður unnið með medumformat filmuvél og var því að gera allt í fyrsta skipti, eins og að framkalla filmuna. Síðan þurfti ég að læra á myndskanna, skanna inn myndirnar og koma þeim inn í Lightroom. Það gekk eins og í sögu og sama að segja um stafrænu myndirnar.

Ég var einnig búin að taka ákvörðun um að útfæra myndirnar á mismunandi hátt í Lightroom og Photoshop. Hver mynd fengi breytt útlit, sinn eigin grafíska stíl, með ólíkum litum og áferðum.  

Ég fór af stað af fullum krafti, notaði aðallega Photoshop og fannst mjög gaman að fá að leika mér smá. 

Ég prófaði mismunandi aðferðir eins og Double Exposure effect, Pixel Stretch effect, Rainbow effect og Solarisation. Útkoman kom mér skemmtilega á óvart, mikil litagleði. 

Mig hefur lengi langað til að prófa að vinna með textíl í ljósmyndir og ákvað því að prufukeyra það, gaman að prófa eitthvað allt öðruvísi. Mér fannst viðeigandi að nota íslensku ullina, nota bandið í fossinn sjálfan. Teygði og togaði lopann þannig það myndaðist eins konar vatnsstrengur. Ég valdi mimunandi gráa tóna með bláu ívafi til að ná vatnsáferð. 

Upphaflega ætlaði ég einungis að sýna þrjár myndir, en tók síðan þá ákvörðun að sýna þær allar. 

Ég hengdi því aðal myndirnar upp fyrir miðju og síðan auka myndirnar allt í kring.

Mér fannst þetta koma  vel út, því þannig náði ég að sýna allt ferlið, allar myndirnar stórar sem smáar.

Ég hef lært heilmikið af þessu verkefni; hluti sem eiga eftir að nýtast mér vel í framtíðinni. 

Vinnuferlið hefur einnig kennt mér að það marg borgar sig að prufa allt sem þig langar til að prufa, ekki láta hræðslu og eigin fordóma stoppa þig, því æfing skapar meistarann. 

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur