Listamaður vikunnar – Natalía Kristjánsdóttir – Þungur kross að bera.

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu  til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að sækja um að vera Listamaður vikunnar allavega einu sinni á hverju námsári og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum. 

Verkefnaval  í Listamaður vikunnar er fjölbreytt og nemendur sýna jafnt skilaverkefni úr áföngum námsins eða ýmis önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður þessarar viku er Natalía Kristjánsdóttir  nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.

Hún sýnir verk sem hún vann fyrr á önninni í vinnustofunni Að þróa persónulegt myndmál. Þar er eins og nafnið gefur til kynna markmið að hver nemandi rannsaki eigin ætlanir og markmið með ljósmyndun og hvert hann vill stefna að sinni. Nemendur skoða einnig verk annarra ljósmyndara/listamanna, greina hugmyndalegt inntak, aðferðir og tengsl á milli inntaks og aðferða og hvernig þeir þættir meðal annars skapa persónulegt höfundarverk listamanna.

Það var Hallgerður Hallgrímsdóttir sem vann með nemendum í þessari vinnustofu.

Natalía segir þett um verkið sem hún nefnir Þungur kross að bera 

Verkið var unnið í vinnustofunni Að þróa persónulegt myndmál og myndirnar eru teknar á svarthvíta filmu. Í þessari seríu langaði mig að fanga einmanaleika og vonleysi.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna