Listamaður vikunnar – Ólafur S. Guðmundsson – Ég á mér lítinn skrítinn skugga.

Listamaður/listakona vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er Ólafur S. Guðmundsson sem er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Ólafur sýnir hér myndaröð sem hann nefnir Ég á mér lítinn skrítinn skugga.

Ólafur segir um myndaröðina.

Þessar fjórar myndir eru fjórar sjálfstæðar sögur og fjögur augnablik — augnablik sem komu og fóru og eru að eilífu horfin.
Sagan lifir áfram.

Myndirnar standa hver fyrir sig, en saman skapa þær samtal um það sem ljós birtir og myrkur hylur.
Það er ekki leit að frásögn heldur viðbragð við augnablikinu: hvernig skugginn getur verið viðkvæmur, ógnandi, skrítinn eða jafnvel fyndinn.

Eftir situr minningin, ljósmyndin.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur