Listamaður/listakona vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.
Listamaður vikunnar að þessu sinni er Ólafur S. Guðmundsson, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.
Hann sýnir myndaröð sem hann nefnir Blær í sefinu. Um er að ræða sjálfstætt verkefni; útiæfing með ljósi og módeli að kvöldi til.
Ólafur lætur eftirfarandi ljóð fylgja myndaröðinni:
Blær í sefinu
Þögnin andar í gegnum feldinn.
Ljós fellur á húð — ekki sem stað, heldur sem minning.
Augnablikið hreyfist varlega milli kyrrðar og birtu – eins og vindur sem
snertir án þess að taka.
Í lokin kemur hláturinn, mildur og raunverulegur,
eins og lífið sjálft svari myndinni með hlýju.
Ljósmyndir og texti: Ólafur S Guðmundsson (2025)




/sr.