Listamaður vikunnar – Ósk Ebenesersdóttir – Endurómur

Listamaður/listakona vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er Ósk Ebenesersdóttir sem er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.

Ósk segir þetta um myndaröðina Endurómur sem framlag hennar til listamanns vikunnar að þessu sinni.

Í Djúpavík á Ströndum stendur síldarverksmiðjan eins og andardráttur fortíðar — hrá, ryðguð og falleg í molnandi reisn sinni. Þar hefur náttúran tekið sér bólfestu; hún teiknar ný form með mosanum, leikur með ljósið á síbreytilegan máta og andar í gegnum sprungur og ryðgað járn.

Á hverju sumri verður þessi bygging að vettvangi skapandi orku þegar hin árlega sýning The Factory fær nýtt líf innan veggja hennar. 

Í ár bar sýningin nafnið Skydancers, og að þessu sinni var kallað eftir samstarfi við Ljósmyndaskólann til að skrásetja sýninguna — frá uppsetningu til opnunar. Ég tók þátt í þessu verkefni ásamt öðrum nemanda við skólann.

Eftir vinnudaga við skráninguna fann ég löngun til að mynda náttúruna, bygginguna og minjarnar utan sýningarinnar. 

Þegar ég fór yfir myndirnar síðar, varð mér ljóst að ómeðvituð tenging hafði myndast á milli þeirra mynda sem ég tók utan við sýningarrýmið og ljósmyndanna af listaverkunum sjálfum.

Úr þessu varð til myndaröð fyrir „listamaður vikunnar“. Hún er  hugsuð sem samtal milli hins manngerða og náttúrunnar. 
Þar sem áður var hávaðasamt vinnurými ríkir nú hljóðlát sköpun; loftið sjálft heldur áfram að dansa með.

Mynd 2 er af verki eftir Tinna Ottesen

Mynd 3 er af verki eftir Anna Ólöf Jansdóttir

Mynd 5 er af verki eftir Signe Emdal og Kristian Emdal

Mynd 6 er af verki eftir Lyse Fournier

Mynd 7 er af verki eftir Eddu Karolínu Ævarsdóttur

Mynd 8 er af verki eftir Sævar Helga Bragason

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur