Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.
Listamaður þessarar viku er Sandra Björk Bjarnadóttir og sýnir hún verk í vinnslu sem hún nefnir Minning. Sandra er nemandi á lokaönn náms í Ljósmyndaskólanum.
Sandra segir þetta um verkið Minning
Minning er verk í vinnslu þar sem Sandra vinnur með safn ljósmynda. Þar endurspeglar hún minningar barnæsku sinnar og hvernig hún man eftir atburðum í lífi sínu sem barn. Hún notar endurtekningar í verkinu sem vísun í það hvernig minningar breytast frá því þegar augnablikið átti sér stað.
/sr.