Listamaður vikunnar – Sara Sigurðardóttir – Hugrenningar

Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.

Listamaður þessarar viku er Sara Sigurðardóttir sem er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.

Hún sýnir verkið Hugrenningar sem er verk í þróun en hluti verksins var upphaflega unnin í tengslum við áfangann Aðferðir við listsköpun sem nemendur námsbrautarinnar tóku þátt í á haustönn námsins á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1. Áfanginn var í tveimur hlutum og unnu nemendur undir handleiðslu Spessa og Hallgerðar Hallgrímsdóttur listamanns.

Sara lætur þessi orð fylgja verkinu.

Hugrenningar er innsýn inn í rannsóknarverkefni sem er gert í samstarfi við föður minn. Hugmyndin á bak við verkefnið kviknaði þegar ég las dagbók föður míns fyrir nokkrum árum. Skrif hans komu til vegna þess að sálfræðingur einn lagði til við hann að hann skrifaði niður hugrenningar sínar. Faðir minn nefnir dagbók sína Hugrenningar Geðsjúklings, en þar notast hann við orðið geðsjúklingur til að vekja athygli á því stigma sem fylgir því að passa ekki inn í þetta svokallaða kassalagaða form.

Tilgangurinn með samstarfsverkefninu er að lyfta stigma og taboo af geðklofa (schizophrenia). Myndirnar voru teknar út frá bæði sjónarhorni og hugarheimi föður míns, hvað hann upplifir í sínu daglega lífi sem öryrki. Við hverja mynd eru textar eftir föður minn bæði prentaðir og handskrifaðir af honum. Partur af verkinu var upphaflega unnið í áfanganum Aðferðir við listsköpun eins og fyrr er getið. Upprunalega var verkið nefnt Seinasta endastöðin þar sem faðir minn hefur flakkað á milli stofnana undarin ár og þar sem hann býr núna er hans endastöð í kerfinu. Segja má að verkið sem er til sýnis hér í dag sé sýnishorn af stærra verki sem er í þróun.

Þessar myndir sem og textabrot eru birt með samþykki og leyfi föður míns.

,,Við lifum í réttum þar sem allt er flokkað og markað og sett í sitt hólf. það sem er kallað normal er blekking sem kallast hræsni. Það er bara hve vel þú heldur á grímunni að þú getir kallast normal.”

Hugrenningar Geðsjúklings bls. 46

 

/sir.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur