Listamaður vikunnar – Sóley Þorvaldsdóttir – 16 klukkustundum fyrir gos

Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.

Listamaður vikunnar er Sóley Þorvaldsdóttir nemandi á lokaönn náms í Ljósmyndaskólanum. Hún sýnir verkið 16 klukkustundum fyrir gos.  Verkið er einhverskonar innsetning í rými eins og sést á meðfylgjandi myndum

Sóley segir þetta um verkið:

Verkið 16 klukkustundum fyrir gos er verk í vinnslu og samanstendur af myndum sem teknar
voru 2. ágúst 2022 eða daginn áður en gos hófst á Reykjanesskaganum.
Þegar við vorum stödd í fjörunni að fleyta kerlingar og spjalla, vorum við að velta fyrir okkur
hvenær gos myndi hefjast. Það var svo ekki fyrr en eftir á að ég sá í myndunum þessa bið, leik
og það sem gæti virst sem einhverskonar ritual, renna saman.
Verkið er hugleiðing um samband náttúru og manns, jafnvægi milli léttleikans og þyngsla. Um
leið er ég að fjalla um tímann. Stundina áður en eitthvað gerist, lognið. Tíminn er línulegt og
skipulagt fyrirbæri en einnig brotakennt og teygjanlegt. Sem manneskjur erum við sífellt að
reyna að sætta þessa ólíku sýnir á tímann og þetta verk er kannski tilraun til þess.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur