Listamaður vikunnar – Steffý – 101.

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður vikunnar er Steffý, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.

Hún sýnir brot úr verkinu 101, en það er bókverk sem hún vann í vinnustofunni Að þróa persónulegt myndmál sem nemendur námsbrautarinnar tóku þátt í nú í mars.

Hallgerður Hallgrímsdóttir leiddi nemendur í vinnunni. Eftir samtal við hvern nemanda áfangans úthlutaði hún viðkomandi verkefni til að vinna að þann tíma sem áfanginn stóð yfir. Í lokin og við yfirferð á verkefnunum æfðu nemendur sig í að taka þátt í samræðum og að veita endurgjöf á verkefni samnemanda.

Steffý segir þetta um 101: Verkið er brot úr bókverki  sem ég vann í áfanga hjá Hallgerði þar sem aðaláhersla var á að þróa persónulegt myndmál. Áhugi minn fyrir ljósmyndun hefur ávallt komið af þeirri þörf að varðveita augnablik og minningar. Í áfanganum bjó Hallgerður til persónuleg verkefni fyrir hvern nemenda. Mér var úthlutað því verkefni að fara út á lífið með „point and shoot“ filmuvél og blanda saman bæði tækifærismyndum og uppstilltum portrettlegum myndum. 

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur