Listamaður vikunnar – Steffý – Hornið

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

 Listamaður vikunnar er Steffý (Stefanía Jóhönnudóttir) nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1. Hún sýnir verkefni sem hún vann í vinnustofunni Portrettseríur fyrr á önninni.

Steffý – Hornið

Verkefnið var unnið í vinnudstofunni Portrettseríur hjá Spessa.  Í þeim áfanga leitaðist ég við að fara út fyrir þægindaramma minn og persónulegan skilning á hvað portrettmynd ætti að vera en samt sem áður halda mig við manneskjuna sem viðfangsefni.

Ég vildi yfirlýsa myndirnar og fékk mikinn innblástur fyrir verkefnið; uppstillingu módela, lýsingu og vinnslu myndanna, frá tískumyndum þýska ljósmyndarans Juergen Teller. Einnig höfðu myndir ameríska ljósmyndarans Irving Penn áhrif á mig. 

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur