Listamaður vikunnar – Steffý – Ritverk á filmu.

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður vikunnar er Steffý (Stefanía Jóhönnudóttir) nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 hún sýnir Ritverk á filmu.

Steffý segir:

Verkefnið er persónulegt verk í vinnslu þar sem ég hef verið að þróa mig áfram í myrkraherberginu. Í haust byrjaði ég að prófa mig áfram með því að blanda tveimur af miðlum mínum saman en ritverkið og ljósmyndirnar eru mín eigin verk. Hugmyndin kom til mín eftir ferð til New York eftir heimsókn til MOMA á sýningu ljósmyndarans Robert Frank. Frank hafði í gegnum ferilinn sinn mikið unnið með það að skrifa eða rispa í myndirnar sínar bæði texta og orð. Ég fékk mikinn innblástur frá verkum Franks en ég vildi hins vegar ekki rispa né vinna með negatívurnar mínar beint. Útkoman varð sú að ég skrifaði ljóðin mín á glerplötu og lagði ofan á myrkrarherbergis pappírinn áður en ég varpaði negatívunni á hana fyrir framköllun.

Hugmyndin kom út frá því hvernig okkur var kennt að búa til kontakt örk; þar sem við leggjum negatívuna á pappírinn og glerplötu ofaná. Filmu myndin er mynd af fyrstu filmunni sem ég kláraði og framkallaði í fyrsta skipti sjálf. Ljóðið skrifaði ég þegar ég stundaði nám í Ástralíu í skapandi skrifum. 

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur