Listamaður vikunnar – Steinar Gíslason – Ónefnt verk.

Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.

Listamaður vikunnar er Steinar Gíslason nemandi á lokaönn náms í Ljósmyndaskólanum.

Steinar segir þetta um verkið sem hann nefnir Ónefnt verk:

Eftir að ég byrjaði að mynda á 35 mm litfilmu fór áhugi minn á hversdagslegum hlutum að kvikna aftur. Um er að ræða einhvers konar bernskutilfinningu sem ég held að flestum fullvaxta hætti til að gleyma. Strákunum mínum (6 og 4 ára) finnst allt í hinum efnislega ytri heimi svo undravert og sniðugt, sama hversu hversdagslegt og fábrotið það kann að vera. Þetta er í raun tilfinning sem ég var löngu hættur að huga að. Verkið ónefnda er enn í mótun þar sem ég endurupplifi þessa löngu gleymdu tilfinningu í gegnum linsuna … og leyfi mér að vera forvitinn um ásýnd hlutanna.   

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur