Listamaður vikunnar – Telma Haraldsdóttir – My Obsession

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu  til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að sækja um að vera Listamaður vikunnar allavega einu sinni á hverju námsári og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum. 

Verkefnaval  í Listamaður vikunnar er fjölbreytt og nemendur sýna jafnt skilaverkefni úr áföngum námsins eða ýmis önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður þessarar viku er Telma Haraldsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.

Hún segir þetta um verkefnið:

My obsession er samklippiverk sem ég þróaði frekar eftir vinnustofuna Samtímaljósmyndun hjá Katrínu Elvarsdóttur þar sem markmiðið var að kynnast möguleikum samtímaljósmyndunar og fá innsýn í skapandi möguleika ljósmyndunar og fjölþætta notkun ljósmyndamiðilsins í samtímalist. 

Ég er með smá söfnunaráráttu fyrir efnum, hári og allskyns hlutum sem heilla mig. Fyrir verkefnið hjá Katrínu ákvað ég að taka myndir af þessum hlutum og paraði þær svo saman þannig að þær mynduðu kviksjá. Eftir námskeiðið hélt ég áfram að vinna hugmyndina í skissubókinni minni og fór með efni og hár  í studió-ið og tók þá sjálfsmyndir með hlutunum. Ég endaði svo á að klippa þær út og setja saman og bætti svo klippum úr myndunum sem ég tók í námskeiðinu hjá Katrínu við þær. Ég saumaði rauðu þræðina í verkið og festi svo rauða kögrið á rammann. 
@telmahar

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá ferlinu við vinnslu verksins.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur