Ljósmyndahátíð Íslands – veislunni lýkur.

Nú er runnin upp síðasta vika Ljósmyndahátíðar Íslands að þessu sinni en hátíðin er haldin annað hvert ár.

Það er óhætt að segja að hver áhugaverði listviðburðurinn hafi rekið annan síðan í janúar þegar hátíðin hófst. Sannkallað veisluborð.

Í þessari lokaviku hátíðarinnar er margt á döfinni; fyrirlestrar, bókakynning, málþing, leiðsagnir og sýningaropnanir. Svo er auðvitað síðasti séns að sjá nokkrar af þeim fjölmörgu sýningum sem voru hluti hátíðarinnar.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur dagskrána og njóta þeirra fjölbreyttu viðburða sem eru í boði.

Þeir endurspegla margháttaða möguleika ljósmyndamiðilsins og spennandi stöðu hans í samtímanum.

Sjá dagskrá á tipf.is

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna